mánudagur, febrúar 24, 2003

Einkunin fyrir BA – ritgerðina hækkaði um hálfan frá því ég spurði að henni á skrifstofu heimspekideildar og þangað til ég fékk mitt formlega blað í hendurnar. Kannski dugar að ljósrita prófskírteinið þrisvar til að fá tíu? En nú getur fólk sem sagt farið að uppnefna mig bókmenntafræðing og ég get eitt því sem eftir er ævinnar í það að horfa á sjónvarp í fræðilegum tilgangi. Annars var mér að detta í hug að setjast niður og rifja upp af hverju maður byrjaði á þessu og bera það saman við ástæðurnar fyrir því að maður lauk þessu. Af undanskilinni blessaðri þrjóskunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home