Þessi blessuð íslensku þýðingarlög um myndefni hafa nú sjaldnast önnur áhrif en þau að íslenskar fréttastofur geta búið til frétt einu sinni á ári um það að íslensk kvikmyndahús hafi venjulega vit á að fara ekki eftir þeim og að nördar þessa lands geta farið í sjónvarpsdagskránna ef þeim leiðist og grafið upp misvitrar þýðingar fólks sem ég efast um að fái mikið meira en hundraðkall borgað á tímann. Jákvæðu áhrifin eru vissulega til líka en með þeim neikvæðari er sá leiði siður að þurfa að tala ofan í allt efni sem er sýnt beint og þar af leiðandi ekki mögulegt að texta. Óskarsverðlaunin eru dæmi um það og ég hef oft furðað mig á því að Stöð 2 hefur aldrei að minnsta kosti getað fengið einhvern með hundsvit á kvikmyndum til að sjá um málið. En miðað við BAFTA-verðlaunin í RÚV í gær þá er stefna Stöðvar 2 líklega rétt. Ólafur H. Torfason átti svosem sínar gloríur en hann hafði greinilega vit á því sem hann var að tala um. Sem orsakaði óstöðvandi munnræpu. Og hann sagði svosem lítið gáfulegt þó heimskulegum kommentum væri haldið í lágmarki. Aularnir sem hafa kynnt óskarinn hafa þó að minnsta kosti haft vit á að eyða ekki jafnmörgum orðum í vanþekkingu sína og aðallega talað í auglýsingahléum. Á BAFTA-verðlaununum voru engin auglýsingahlé enda útsendingin ekki bein – eru menn svona voðalega seinir á textavélinni hjá RÚV?
----------------
Stærsta synd þýðingarlagana er þó sú að samkvæmt þeim eru nítíuogeitthvað prósent allra þeirra mynda á íslenskum myndbandaleigum sem eru gerðar fyrir 1980 eða eru að öðrum ástæðum illfáanlegar ófáanlegar. Ef myndbandaleigurnar færu eftir þessum lögum að texta verði allar erlendar myndir á íslensku (sem sumar þeirra gera því miður að einhverju leiti) þá væri ekki bara erfitt heldur ómögulegt að sjá margar helstu perlur kvikmyndasögunnar, það er engin bissnesskallinn á leiðinni að endurútgefa þessar myndir í stórum stíl. Aftur á móti er sorglegt að annars ágætir kvikmyndagagnrýnendur Morgunblaðsins hafa eilíft skammað leigurnar fyrir að brjóta þessar reglur og bjóða þannig um leið fólki upp á almennilegar bíómyndir eldri en tvævetra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home