þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Sálfræðingurinn minn í Oxford spurði hvernig gengi. Svarið sem ég sendi lýsir ástandinu ágætlega:

"Þokkalega nema ég er andlaus, atvinnulaus og kalt."

Skýrir líklega rólegheitin hér undanfarið, það og skortur á nettengingu. Tekst annars einhverjum öðrum en mér að fara til útlanda yfir hálfan veturinn og fá í staðinn tvöfaldan skammt af vetri? Ég hefði eiginlega átt að setja myndina af mér í húfu og með stakk og ofninn á fullu innanhúss á forsíðuna á BA-ritgerðinni, tekin mínútu eftir að ég kláraði. Það kynda ekki allir húsinn upp í sólstrandarhita eins og Íslendingar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home