sunnudagur, janúar 05, 2003

broke window

loaded tounge and dirty fingers
queen of her mother’s house
come step outside feeling full moon high
let’s see what we can do without


Það er desember í Zlín. Ég er að lesa Prag og fara til Búdapest. Það er fullkomlega rökrétt. Enda gerist Prag í Búdapest. Villta austrinu, þegar kaninn kom, kommúnistabaninn, og ætlaði að siðvæða litlu Ungverjana. Hver er ekki að hlæja núna?
Enda framdi kommúnisminn sjálfsmorð, börnin átu byltinguna. Það sem eftir var af henni, varla magafylli. Svo komu önnur börn, börn sem höfðu ekki haft neina byltingu, enga harðstjórn, ekkert stríð. Hraustleg að sjá en þó vannærð. Leitandi að fyrirheitna landinu. Prag. En enduðu í Búdapest. Lífið er alltaf annars staðar.

fix an eye to the dimestore villain
waiting for the wine to pour
it comes strong and thin and it tastes like sin
the love we’ve all been in before


Þegar einlægni er orðinn leikur. En þau voru fyrst, the expat class of 1990. Þýðir það eitthvað? Líklega, mannkynssagan hjálpaði til. Austur-Evrópa gamla var ennþá til, nú eru Prag og Búdapest við það að verða aftur það sem landafræðin reiknar út – Mið-Evrópa. Ekki mikið öðruvísi en hvert annað velmegunarríki. Lífið er annars staðar – eða kannski fyrr? Þessi ár fyrst eftir að múrin féll, svo ekki sé minnst á árin á undan – eru goðsagnakennd hérna. Það er einhver óljós söknuður eftir þeim, þegar ennþá átti eftir að drepa drekann, þegar ævintýrið var ennþá til staðar. En auðvitað var það ekkert ævintýri – nema kannski þessar fáu vikur sem að múrinn féll. Núna erum við í Happily ever after-skeiðinu. Já, í raunveruleikanum þá er ekki hægt að afgreiða endalokin með einni setningu, drekinn hverfur ekki heldur verður hann bara óljósari, skuggalegri. Við, vesalingarnir að vestan, komum hingað - í drekaleit, í leit af ódýrari skáldamjöð eða í leit að prinsessum til að bjarga. En auðvitað vorum við of sein. Málaliðarnir voru á undan okkur að prinsessunum, hæpið að þær vilji láta bjarga sér mikið lengur. Drekarnir eru full kunnuglegir til þess að við komum höggi á þá. Skáldamjöðurinn er aldrei nema bara mótefni gegn kínversku bölvuninni. Sá sem eyðir viku í Kína skrifar bók, sá sem eyðir mánuði smásögu, sá sem er í hálft ár ljóð og sá sem er í ár nákvæmlega ekki neitt. Drekarnir verða óljósari eftir því sem þú kemst nær, þeir verða kunnuglegri en samt talarðu ekki enn þeirra mál, þú þekkir ekki gott frá illu, þú verður þitt innra dýr, mállaust, einsamalt, reynir að lifa af.

John Price er í borginni sem ég er að fara til, dreymir um borgina sem mig dreymdi einu sinni um. Dreymir stundum enn. Draumurinn samt löngu orðinn raunverulegur. En þó maður sé staddur í ævintýraborginni þá er maður oftast statisti, þú kemst eistöku sinnum í prufu fyrir stærra hlutverk. John Price er svo heppin að vera aðalpersóna. Aðalpersóna Prag án þess að vera í Prag. Prague - the novel. En jafnvel aðalpersónan finnur engan dreka. Einn drekaunga jú, Charles Gabor, sem kennir honum einlægni að drekasið. En svo kemst hann að því að hann er drekinn sjálfur, ókunnugt dýr að reyna að finna sér tilgang í landi mannanna. Tilgangurinn verður að lygum, hreystrið er kaldhæðnin.

a million ways to burn …
I’m just looking out this old broke window
and she’s taking a turn


Horfi á hana út um gluggan. Á barnum, trammnum, restaurantnum. Hún veit vel að galdraþulurnar okkar virka ekki lengur, nú er hún búinn að læra okkar mál þó við kunnum ekki ennþá hennar. Ég njósna um þetta fólk en ég er ekki á vegum neinnar ríkisstjórnar. Bara sjálfs míns með óljósa utanríkisstefnu. Á meðan reiknum við út nostalgíuna – hver saknaði hvers fyrst?

her body lies like a landscape before you
you’re selling your soul by the pound
got snakeoil in spades for the wolftickets trade
you look but you don’t see me around


Við söknum fortíðarinnar, okkar og annara, okkar og heimsins. Framtíðin, gæti virkað en eiginlega of örugg. Fortíðin er öruggari draumur í ósnertanleik sínum. Því það er varasamt að dreyma eitthvað sem gæti hugsanlega gerst. En svo, búmm, gerist það samt. Ég mæti kannski John Price á leiðinni ef hann er einhversstaðar til. Núna leggjum við á brattann, niðrámóti. Enda er heimurinn hnöttur þar sem suðrið snýr niður. Þar er Búdapest, aðeins sunnar. Eitt land á milli eða svo.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home