miðvikudagur, desember 18, 2002

Íslandsförin

Bókahorn Gambrans heldur áfram að leita upprunans

Fyrsta bókin sem tekin er fyrir í bókahorninu sem ég er að lesa í annað skiptið. Ástæðan eiginlega sú að mér fannst að ég væri ekki alveg að ná henni fyrst, hafði á tilfinningunni að ég hefði lesið hana of hratt eða eitthvað. En nei, því miður verður bara að viðurkennast að þetta er langslökust af fjórum bókum Guðmundar Andra – tek þar með afbragðsgott greinasafn hans Ég vildi að ég kynni að dansa sem hefur að geyma allskonar frumlegar pælingar sem maður kíkir í aftur og aftur. Gallin við Íslandsförina er fyrst og fremst hliðarsagan, þessi óljósa kona sem bíður í Englandi, Charlotte, og öll sagan í sambandi við það. Sú hliðarsaga virkar einfaldlega aldrei, er öll hálf óspennandi. Að öðru leyti er bókin nefnilega fín, hugmyndin að sýna fortíð okkar í ljósi útlendings með alls kyns rómantískar grillur um Ísland alls ekki slæm og virkar oft ágætlega þó vissulega falli hún í einstaka gryfju. Fékk ég heimþrá? Nei, enda er þetta Ísland sem ég hef aldrei átt heima í, minnti eiginlega í því hvað það var ýmist pirrandi eða sjarmerandi eftirá í sumum hlutum meira á Austur-Evrópu nútímans en Ísland í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home