Bókahorn Gambrans leitar upprunans
Jamm, við erum öll komin af öpum. Vona að ég sjokkeri engan strangtrúaðan lesanda en það var víst kominn tími til að þið kæmust að þessu. Eða eru aparnir komnir af okkur? Houston, we have a problem! Vandamálið er Planet of the Apes, ekki kaldastríðsklassíkin né nærbuxnamódel-í-geimnum-hösslar-apa-myndin heldur bókin. Hún er eftir Pierre Boulle sem er franskur og skrifaði líka Bridge on the River Kwai. Kannski er hann líka frægur fyrir einhverja aðra bók ekki bara út af því það var gerð bíómynd af henni. Vonum það.
En Apaplánetan hans Boulle dettur einhversstaðar mitt á milli myndana, ekki jafn útpæld og Charlton Heston útgáfan og ekki jafn útvötnuð og Tim Burton útgáfan. Þó ætti Burton að minnsta kosti skilið prik frá þeim púritönum sem kvabba endalaust ef einhverju er breytt frá bókinni hvort sem það er til bóta eður ei – því ólíkt fyrri myndinni er Burton-myndin merkilega trú bókinni. Plánetan er ekki jörðin heldur önnur fjarlæg pláneta þar sem menn eru yfir öpum og svo er einhver dularfull borg sem hefur hugsanlegar vísbendingar – og endirinn er nokkurn veginn eins og hjá Burton að íkonagrafíunni slepptri. Gallinn við bókina er þó að hún er eiginlega ótrúverðugri en báðar myndirnar, það vantar skýringuna sem er þó í bók Burtons á því að á þeirri afar ólíklegu tilviljun að á þessum hnetti séu bæði menn og apar alveg eins og á jörðinni. Það er þrátt fyrir það meiri kraftur í bókinni en andlausri mynd Burtons – hvenær fer Hollywood annars að hætta að ráða þennan væmna Marky Mark krakka í bíómyndir þar sem hann á að vera macho? – en stendur þó Heston útgáfunni langt að baki. Fær þó plús fyrir að aðalhetjan heitir Ulysse, svoleiðis aulahúmorsvísanir höfða til bókmenntafræðinörra eins og mín. Eins er mjög athyglisverð gagnrýni um menntun í henni, brandarinn helst sá að þar sem menntun okkar mannana snýst aðallega um páfagaukalærdóm þá séu apar ekkert ólíklegri en menn til þess að ná að apa eitthvað eftir kennaranum. Vona að enginn eipi nú yfir þeirri gagnrýni.
Ein pæling samt, núna er Heston orðinn að virðist helsti talsmaður ofbeldis í Bandaríkjunum (fyrir utan Bush náttúrulega) í nafni NRA sem var heyrist mér álíka saklaust og Skotfélag Reykjavíkur áður en Heston breytti því í pólitískt apparat fyrir áframhaldandi skotvopnaeign. Hvern er hann þá að bannfæra á þegar hann öskrar: „You did it, damn you! You did it! damn you all to hell!”
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home