föstudagur, desember 13, 2002

Krossgötur

Cross Roads eftir meistara Èapek var næst, smásagnasöfnin Wayside Crosses og Painfull Tales saman í einu bindi. Wayside Crosses er eitt af fyrstu verkum kalls, oft skemmtilegar pælingar en það virðist hver einasti mannræfill í þessum sögum vera heimspekingur um leið og hann opnar munninn, ekki alveg að virka þó þær séu vel skrifaðar. Þó er síðasta sagan, Love Song, átakanleg undantekning og stystu sögurnar ná einhverri undurfallegri lýrík. Painful Tales, jú, stendur undir nafni. Ekki mikil hamingja hér – sögurnar eru mun jafnari að gæðum en þó standa Insulted og Money upp úr, báðar fjalla um menn sem fá óvænta heimsókn frá sjaldséðum bróður / systur – í annari getur hann aðeins gefið ráð, í hinni getur hann aðeins gefið pening. Ráðin duga ólíkt betur þó ekki sé það nema að hluta til happy ending þar en um leið og bróðirinn í hinni sögunni opnar budduna þá koma skyldmennin svermandi að og klípan sem hann lendir í einhvernveginn sérstaklega ömurleg – en um leið örugglega ekkert einsdæmi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home