fimmtudagur, desember 12, 2002

Mér er kaaalt! (já og svo blogga ég hér um perur í fyrsta og vonandi eina skiptið á ævinni)

Og er búið að vera undanfarið. Allt í einu á mánudaginn blossaði kuldinn upp, ég hljóp upp hluta af brekkunni heim bara til að halda á mér hita – og eftir smá dund þá ætlaði ég að klára að setja upp ritgerðina. Það gekk hægt, það var kalt í herberginu mínu, puttarnir mínir voru frosnir og músin var skítköld. Þá ákvað ég að fara að sofa og vonast til að ofninn hitnaði. Það gekk ekki mikið betur út af því mér var ennþá kalt, fór í sokka en átti ekki möguleika á að dúða mig mikið meira út af því flest fötin mín eru niðrí Zlín í þvottahúsi. Það er kannski álíka kalt hérna núna og á köldum vetrardegi heima en ólíkt því sem þar gerist þá eru ekki öll hús ofhituð til andskotans, Reykvíkingar eru sérstaklega grófir í þessu og venjulega er alltof heitt í húsum í Reykjavík. Það eru aftur á móti algengt að Akureyringar þrjóskist til að hafa gluggann opinn til að hleypa fersku lofti inn í 15 stiga kulda. Núna tveim dögum seinna er orðið lífvænlegt í herberginu mínu – það er samt ennþá kalt þó ofninn hafi verið á fullu í tvo daga og gluggar og svaladyr aldrei þessu vant lokaðir – en þess í stað er ég ljóslaus. Ég virðist nefnilega draga að mér þessi misserin húsnæði með asnalegum loftljósum. Það kannast líklega margir við þessi fáránlegu loftljós á Eggertsgötunni sem tekur heila eilífð að losa þegar þarf að skipta um peru, þetta er svona svipað hér nema hér þarftu að hafa skrjúfjárn líka. Og mitt er heima. Komst að því að það þyrfti skrúfjárn þegar peran fór þegar ég var nýkomin hingað, hóaði í húsbóndann á neðri hæðinni og hann reddaði þessu. Ég tók þá ákvörðun að vera samt ekkert að kaupa skrúfjárn þó mér sé almennt illa að vera erfiður leigjandi út af því að varla klára ég nema eina peru í viðbót, sem ég gerði á sunnudaginn, redduðum því – svo springur það helvíti þegar ég kem heim núna á miðvikudegi! Klukkan tíu þannig að allir eru farnir að sofa. Þannig að talvan og nokkur ræfilskerti eru eina ljósið sem ég hef. Venjulega væri hlýtt bólið besti kosturinn í stöðunni en nú er það ekkert sérlega hlýtt, ef einhver áttar sig ekki á því þá er þetta náttúrulega skrifað í gær að ykkar tíma, ég nenni ekki að pikka blogg eða tölvupósta inná tölvurnar niðrá Zlín út af því að þær gera ekki ráð fyrir að íslendingar reki þar nefið inn. Þó hafa þær fram yfir ýmsar tölvur í Prag að vera samt alveg að höndla íslenska stafi sem koma inní hana. En hvað um það, ef þessi kuldi og þetta perurugl hefði komið upp í síðustu viku til dæmis væri ég örugglega alveg hundfúll og væri búinn að hringja í Havel og lýsa frati á þetta land hans og óskað því alla leið aftur í kommúnismann ef ekki hreinlega til Habsborgaranna. En þessi vika er aftur á móti búinn að vera skitsófrenísk í meira lagi (vikan sjálf, ekki ég – við skiptumst á) og tvær mjög góðar ástæður fyrir að vera í góðu skapi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home