föstudagur, desember 06, 2002

3 Topp 20 listar

Var loksins að koma því í verk að kvitta í gestabækur hingað og þangað. Ein þeirra var með svívirðilega erfiðum spurningum og spurning um að láta svörin fylgja hér líka svo lesendur geti rifist út af þessum svörum mínum. Ég ákvað sökum meðfæddrar óákveðni að líta framhjá því að orðin uppáhaldslag og uppáhaldsmynd voru í eintölu. Til að sýna örlitla stillingu fær þó engin höfundur / hljómsveit / leikstjóri fleiri en eina mynd þó einstaka hefði máski átt það skilið. Nema Nýdönsk og Morphine af því ég gat ekki gert upp á milli tveggja laga. Og bókatitlar eru gefnir á því tungumáli sem skruddan var lesin á. Já, ég asnaðist nefnilega líka til að hafa uppáhaldsbækur með enda algjörlega manískur þegar ég á annað borð byrja á þessum listum. Þar fer trúverðugleiki minn sem bókmenntafræðingur – og það áður en ég útskrifast! Enginn Laxness og enginn Shakespeare, enda er ég latur að lesa skáldskap eftir styttur. Þó er Vefarinn ekki of langt undan. Ég er strax kominn með móral yfir þeim sem ég gleymdi en þegar ég verð orðinn ríkur þá ætla ég að ráða einhvern efnilegan bókasafnsfræðing til þess að aðstoða mig við að gera almennilega lista þar sem ekkert gleymist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home