fimmtudagur, desember 05, 2002

Dúa Mandela

Spurning hvort einhverjir vitringar vita hvaða orðabók um ræðir. Ef svo er, endilega kommentið og sýnið heiminum fram á visku ykkar. Eina vísbendingin er sú að ég minntist þessa ljóðs þegar ég var að hlusta á disk með eðalbandinu Clannad. Þeim heyrði ég fyrst í rétt eftir að Daniel Day-Lewis stökk í gegnum fossinn og skyldi Madeleine Stowe eftir, Clannad spila undir hlaupinu frá fossinum. Last of the Mohicans er annars merkileg fyrir lokaatriðið, tólf mínútur þar sem enginn mælir orð frá vörum og þú ert kominn inní nútíma þögla mynd, með snilldarundirspili. Eftir tólf mínútna þögn mælir svo gamli móhíkaninn nokkur orð og myndinni líkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home