fimmtudagur, desember 05, 2002
Eygló-ekki-lengur-aumingjabloggari er að gera nákvæmar athuganir á bloggi eins og sæmir verðandi bókasafns- og upplýsingafræðinema. Ég nýt þess vonandi að vera framarlega í stafrófinu. Hún líkir blogginu meðal annars við raunveruleikasjónvarp. Það gengur ekki alveg upp með mig samt, ég hugsa að ég röfli meira um flest en mína aumu tilveru. Aðallega af því mig grunar að þá mundi ég sleppa það miklu að þetta mundi virka falskt, hálfur sannleikur. Sú heimspeki er einmitt ástæðan fyrir að ég er alltaf skeptískur á ævisögur. Það breytir því ekki að það eru til mjög góðar ævisögur og mjög góð blogg sem eru afskaplega persónuleg (að vísu hugsa ég að mitt blogg sé í raun persónulegt, bara ekki á þann hátt), en ég hugsa að það sé ennþá gott að hafa þennan vara bak við eyrað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home