föstudagur, nóvember 29, 2002

Steakhouse Highlander
Já, þetta stendur stórum stöfum utan á húsi einu á aðaltorginu, mitt á milli KFC og McDonald. Ég geng að sjálfsögðu inn, enda Highlander-nörd fram í fingurgóma. Geng inn langan gang, þaðan niðrí kjallara. Þegar ég kem inn þá er verið að taka upp þarna, kannski hefur ermin á mér sést í tékkneska sjónvarpinu um kvöldið? Eða jafnvel kvikmyndinni Hinir ódauðlegu, gamandrama sem vinnur óskarinn fyrir bestu erlendu mynd 2006? Það eru skildir og sverð, fallexir og spjót á veggjunum, loftið er hulið strigapokum og meðfram veggjunum niður stigann voru keltneskir fánar og hringabrynjur. Svo eru trjágreinar umhverfis neonskilti Starobrno (gamli Brno, aðalbjórinn hér).
Ég fæ mér Kjúklingasteik McLeod, það voru líka réttir kenndir við Connor, Ramirez, Loch Ness og William. Einu mínusarnir kannski þeir að þjónustustúlkurnar voru ekki klæddar eins og Sharon, í svona einfalda miðalda sveitakjóla vitiði, og svo var full mikill fm-bragur á tónlistinni. Ætti staðurinn ekki bara að spila Queen og almennilega keltneska tónlist? Engu að síður algjört nördahimnaríki, manni var eiginlega farið að standa á sama hvernig maturinn yrði. En hann var vissulega mjög góður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home