fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Rútubílstjórar í sjálfsmorðshugleiðingum

Tveir rútubílstjórar að leika sér í chicken er ekki sniðugt. Ekki fyrir okkur farþegana að minnsta kosti. Það komu tveir busar samtímis sem báðir fóru frá Zlín til Vsétín, bækistöðvar mínar eru þar mitt á milli. Þegar við erum rétt kominn á þjóðveginn sem tekur við af Zlín þá er bílstjórinn eitthvað frústreraður á að vera aftastur í sjö bíla röð, röð sem inniheldur hina rútuna og einn vörubíl, og reynir að komast framúr. Það er bara ein akrein í hvora átt og að meðaltali álíka mikil umferð í sitthvora áttina. Hann var sem betur fer ekki kominn of langt þegar hann sá að hann kæmist ekki einu sinni hálfa leið fram hjá hinum sex bílunum áður en sjö bílaröð úr hinni áttinni kæmi á móti honum. En minn var ekki búinn að gefast upp, þegar umferðin hinum megin hægðist aftur þá ákvað hann að gera aðra tilraun. Og nú ákvað hinn rútubílstjórinn og einn fólksbíllinn að vera með. Þannig að þrír bílar af sjö kljúfa sig samtímis út úr röðinni til að fara fram úr, hin rútan var það framarlega til að vera passlega örugg, fólksbíllinn var ekkert mjög öruggur en þar sem fólksbílar þurfa frekar lítið pláss þá slapp hann. En þá var mín rúta eftir, rútur þurfa náttúrulega andskoti stórt pláss til að beygja inní og það pláss var alls ekki til staðar – og bílarnir á leiðinni úr hinni áttinni. Þannig að það er bara að bíða og vona að bilið á milli fólkbílsins og flutningabílsins stækki nógu mikið á næstu tveim sekúndum og um leið að rútan mín komist fram úr flutningabílnum á þeim tíma. Komst ég á leiðarenda? Jú, en ég efast stórlega um að rútan hafi komist alla leið miðað við brjálæðinginn við stýrið. Hálf feginn að hafa ekki myndað nein tilfinningatengsl við neina farþega …
Þetta verður annars stutt í bili, nánari skýringar á bloggleysi vikunnar á morgun væntanlega. Nema það verði rok og rigning og ég ákveði að hanga heima.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home