föstudagur, nóvember 22, 2002

Nú skammast ég mín hreinlega alveg niðrí tær og bið lesendur mína margfaldlega afsökunar, ég var að átta mig á því að ég hef algerlega vanrækt Bókahorn Gambrans! Já, hvar vorum við, tja, gott ef ekki á leiðinni til Prag. Þar var ég í Prag 6 sem fyrr og þar sem tramstöðin mín gamla er ennþá að ná sér eftir síðustu vatnavexti þá er sporvagninn heilan hálftíma á leiðinni. Það er fulllangur tími til þess að skoða stelpur og útsýni sem ég kann utan að þannig að Salman Rushdie var skipaður hirðskáld sporvagns 18 og þannig var Harún og sagnahafið lesin, einn kafla í einu. Þá var passlegur tími afgangs til þess að skoða stelpur sem er vissulega atriði sem ekki má vanrækja í jafn fallegri borg og Prag. En sagan fjallar náttúrulega um baráttu feðganna Harúns og Rashíd við það að endurnýja áskrift pabbans að sagnahafinu og bjarga sagnaheiminum frá sagnaprinsinum Khattam-Shúd. En er kannski samt aðallega að spyrja spurningarinnar: „Hvaða gagn er af sögum sem eru ekki einu sinni sannar?“

Svör óskast, ég ætla hins vegar að bíða aðeins með það að tjá mig um þetta sjálfur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home