þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Melurinn er eitthvað að hugsa um að kvikmynda ævi Krists. Slæm hugmynd, verulega slæm hugmynd. Hitt væri miklu sniðugra ef hann fengi M. Night Shyamalan til að leikstýra myndinni. Pæliði í því – væri Nýja testamenntið ekki miklu betri bók ef það kæmi ekki í ljós fyrr en í endann að Guð væri pabbi Jesú og í rauninni væru þeir einn og sami maðurinn (eða guðinn sko).
Nei, bíddu, David Fincher er búinn að gera þessa bíómynd. Hún hét Fight Club. Brad Pitt lék Guð og Ed Norton lék Jesú og lærisveinar hans framkvæmdu tilgangslaus ofbeldisverk í nafni Guðsins – sem er náttúrulega bara hugarfóstur Nortons. Þá er Seven Gamla testamenntið og Fincher sameinar Guð og Ísak í sömu persónunni (fjandi löng skrudda skiljiði) sem biðja Abraham (Brad Pitt aftur) að myrða sig. Hollywood náttúrulega vön að breyta endinum. Svo er Jodie Foster í Panic Room náttúrulega Búdda, situr bara í sínu litla herbergi og íhugar og svona, tekur þetta á þolinmæðinni. Hef ekki séð The Game en get alveg séð fyrir mér Michael Douglas sem Múhammeð og Sean Penn sem Allah.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home