föstudagur, nóvember 15, 2002

Samskipti fyrrverandi menningarmálafulltrúar og bóksala

rant sjö

Það virðast flestir nema hæstvirtur Múzakinn vera eitthvað á móti Jakobi Frímanni. Mér fannst hann ekkert spes sjálfum án þess að hafa pælt mikið í því. Svo afgreiddi ég hann tvisvar í Bóksölunni og hann var tvímælalaust með skemmtilegri kúnnum. Það að sýna bóksölum tilhlýðilega virðingu og skilning er að sjálfsögðu það sem ber að lýta á þegar vegnir og metnir eru mannkostir viðkomandi. Það er að segja næst því að vera menningarfulltrúi – en það var Jakob líka einu sinni. Samkvæmt Múzaknum rökstyðja þó einhverjir andúð sína á Jakobi með því að segja að „… það sé það sama að vinna fyrir ríkið sem menningarfulltrúi og að sjúga úr sjóðum.” Það veit ég að ég þyrfti líklega að eyða langri kvöldstund til þess að útskýra hugtökin fjárdrátt og baktjaldamakk fyrir föður mínum, fyrrverandi menningarfulltrúanum, til þess að hann mundi eitthvað skilja hvað ég væri að tala um. En hann var að vísu menningarmálafulltrúi Akureyrarbæjar sem er vissulega miklu merkilegra en að vera menningarmálafulltrúi fyrir Ísland. En starfsstéttin er vissulega merkileg og Jakob fær prik fyrir bumbudansinn fræga. Jú, svo var hann í prófkjöri sem hann vann ekki og einhverjum finnst sjálfsagt að ég ætti að minnast eitthvað á pólitísku hlið málsins. En slíkan ósóma mun ég sem fyrr forðast í lengstu lög að setja á þessa síðu, bendi aðeins á nánari útlistun mína á þeirri tík hér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home