rant tvö
Fröken Rokk hefur áhyggjur af því að hún verði tætt í sig eins og „Mikki í úlfhildargæru.” Jú, jú það eru einhver smávægileg líkindi.
Vissulega er lítill bældur Mikki bak við Torfasonfrontið, rétt eins og það er lítil bæld Beta bak við Rokkfrontið, munurinn er bara sá að Mikki litli hefur fundið sér eitthvað að segja og hann er búinn að þjálfa Torfasonbrjálæðinginn í því að segja það vel. Beta hefur aftur á móti því miður ekkert að segja þannig að fronturinn er bara frontur – smá skel í kringum þetta sakleysislega Elísabet Ólafsdóttir sem fæstir könnuðust við fyrr en þeir rákust á kápuna. Sem vel að merkja er ferlega ljót en það er allt í lagi svo framarlega sem bókin stendur undir væntingum. Mér finnst aftur á móti verra ef að góðar bækur eru með ljótum kápum, eiginlega bara mjög sorglegt. Kannski ætti bara að láta Bjart gefa út allar góðar bækur, þá getum við loksins farið að dæma bækurnar eftir kápunni með góða samvisku.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home