miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Eygló er sú eina sem er eitthvað að standa sig á kommentakerfinu hérna og hún sér náttúrulega alveg í gegnum bókmenntafræðivitleysingjan mig. Það væri nú munur ef kallinn hennar hefði þetta innsæi. Hvað hef ég á móti raunsæi? Ekki neitt (Eygló búinn að sannfæra mig sem sagt ;) ), en frekar á móti því sem raunsæisstefnan stóð fyrir – þ.e. að lýsa veruleikanum eins og hann er og í því augnamiði bannfæra alla fantasíu og ímyndunarafl, sýna gráan hversdagsleikann í allri sinni mynd og hætta að hanga þetta uppi í skýjunum. En það er auðvitað ekki raunsæi, þó lífið geti stundum virst grátt þá gerist alltaf stundum eitthvað ótrúlegt, jafnvel þó maður sé að vinna í einhverju grámóðsku skítadjobbi eða einhverjum fjandanum – og skýin eru þarna vissulega þó þau séu stundum fjarlæg. Þó fantasían og ímyndunaraflið sé máski ekki jafn ríkt í veruleikanum og í bókum þá er það samt þar. Þannig að í raun er ég að úthúða þeirri hugmynd um raunsæi sem ímyndunaraflsskert fólk auglýsti sem hið eina sanna raunsæi – en asnaðist í leiðinni til að gefa þeim eftir orðið. Líklega af því það er búið að nota það þannig svo lengi. Enda eru fæst orð neitt slæm, við erum bara ansi gjörn á að afskræma þau – þangað til að einhverjir snillingar sjá loks orðið eins og það í rauninni er. Samt óþarfi að setja okkur bókmenntafræðiliðið í hóp með íslenskukennurum ;) Annars með póstkortið, mér datt náttúrulega ekki í hug að smekkkonu eins og þér myndi langa í kort með mynd af Woodyho framaná. En engar áhyggjur, það er kort með hetjunum þínum á leiðinni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home