föstudagur, nóvember 08, 2002

Hmm, ég er alveg að missa mig hérna í raunsæinu. Kannski er aðalatriðið þetta – ef þú skrifar bók eða gerir bíómynd þá ertu náttúrulega að skapa heim. Ef það eina sem þú reynir að gera er að ljósrita eitthvað, hversu nákvæmlega er að verki staðið, þá verður niðurstaðan bara flatt ljósrit. Þú sérð ekki á bak við hlutina, þetta verður heimur í einni vídd, þú gætir þessvegna ráðið pappalöggur Sólveigar Pé í öll hlutverkin. Hitt, að nota eitthvað sem jarðsamband, hvort sem það er sjávarþorp eða glamúrvilla, er allt annað. En þá þarftu að nota sjálfan þig (sem ert að öllum líkindum hvorki sjávarpláss eða glamúrvilla þó þú hugsanlega búir í öðru hvoru) til að fylla upp í götin. Ef þú neitar þér um ímyndunarafl þá lýgurðu bara sálarlausu fólki að okkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home