föstudagur, nóvember 01, 2002

Tékknesk fótboltamannaklipping og kúluvarparar

Varð fyrir lífsreynslu þegar ég var að bíða eftir lestinni í gær. Gengur hann ekki inn, Tékkneski fótboltamaðurinn. Hávaxinn, brjóstkassinn belgdur, heimasaumuð prjónapeysa og samlitar buxur – og svo auðvitað þetta hár. Dökkskollitað og liðað, einhver mundi reyna að kalla það sítt að aftan, en þessi liðaði makki var að sjálfsögðu ekkert annað hin rómaða czech footballers haircut. Nú eru vissulega allir kvenkyns lesendur farnir að kikna all verulega í hnjánum þannig að ég læt þessa lýsingu duga, ég hafði því miður ekki manndóm í mér til þess að biðja þennan ólympíska hálfguð um eiginhandaráritun. Ekki versnaði það þegar í lestina sjálfa kom, kemur ticket inspectorinn, hingað til hef ég lent á karlmönnum sem eru 1,50 að bæði hæð og ummáli og svo einum David Arquette lookalike sem var massífur töffari. Hinn David Arquette lookalike-in sem ég þekki er náttúrulega alger snillingur – af hverju er þá David Arquette sjálfur svona vonlaus? “Mr. Arquette, we’re sorry to inform you both your next movie projects were snapped up by your clones. But we have this role for you in an Icelandic movie about a guy who gets lonely and entertains himself in interesting ways. The original choice for the role hit his head on a submarine in Russia.” En já, ég var að tala um lestarvörðin. Heldurðu að það sé ekki afrekskona mikil frá Ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Já, ég hugsa að ég hefði fengið að flúgja ansi langt ef ég hefði verið miðalaus. En gott ef hún blikkaði mig ekki bara. Nema það hafi verið stubburinn bak við mig, líklega æfingafélagi. Enda dvergakast að verða vinsælla en kringlukast á þessum síðustu og verstu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home