fimmtudagur, október 31, 2002

Fyrsta sem ég las eftir að ég kom hingað var Fyrirlestur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu.
Þetta sat í mér: “Hún vissi hvað útlend einsemd getur gert fólk undarlegt”

Ég er samt ekki í útlöndum núna. Ég er í stað sem er eingöngu til fyrir sjálfum sér og sjálfum sér nógur, ég er á stað þar sem fólkið lifir fyrir sitt líf, sinn stað og sitt fólk – ég er því ókunnur, ég er á stað þar sem útlönd eru ekki til, eins og vera úr sögubók sem villtist hingað og get ekki tjáð mig á tungu raunveruleikans. Sit hér því aðeins einn og skrifa.
Ég er á stað sem er bæði andstæða mín og örlög mín, stað sem var búin til til að koma upp um mig, halda mér niðri, teygja mig á milli heimsins og sjálfs síns. Teygja mig á milli letinnar og göfginnar, ástarinnar og örlaganna sem láta hvoru tveggja á sér standa, viljans og óttans, heimskunnar og viskunnar, mín og mín.

Já, hún getur gert fólk undarlegt þessi útlenda einsemd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home