Úr heimsókn HKL til Tékkóslóvakíu þáverandi – ég man því miður ekki úr hvaða skruddu ég stal þessum texta og Þjóðarbókhlaðan ansi langt í burtu …
Tékknesk ætt hefur í hundrað og fimtíu ár tilbúið einhvern mesta drykk sem sögur fara af, og nefnist bekkerófka, grænn eins og meðal. Þetta er lífdrykkur. Hann er kryddaður með barkarsafa og kjarna ýmisra villijurta og rennur gegnum tuttugu og níu keröld, og sérstakur keimur í hverju keraldi, uns hann er fullsoðinn.
… og annan eins drykk hef ég aldrei vitað, hann var eins og sambland af apóteki og vínkjallara, sólheitri lýngbrekku og jarðhúsi; og á eftir voru okkur sýnd öll keröldin. Síðan gáfu þeir okkur gestum sína flöskuna hverjum í nestið. Ég hlakkaði til að verða fyrstur manna að innleiða drykk þenna á Íslandi og skildi ekki flöskuna við mig, brottfararmorguninn hafði ég hana í regnkápunni sem ég bar á handleggnum. En þegar ég var að kveðja vini mína fyrir utan flugstöðina í Pröhu datt flaskan úr regnkápuvasanum og heyrðist brothljóð, og ég leit niður og sá hvar metallinn græni flóði útfyrir steinstéttina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home