föstudagur, nóvember 01, 2002

Arftaki minn í bókaburðinum, nýútskrifaði sagnfræðingurinn Steini, er vissulega mesta ljúfmenni og drengur góður. En ég veit samt ekki hvort ég mundi hleypa manninum inná vídeóleigu. Ekki nóg með að við Eiríkur höfum eitt sinn staðið hann af því að tala illa um Jimmy Stewart, nú er hann eitthvað að setja út á Bogart! Það vantar bara að hann tali illa um Paul Newman og það verða hengdar upp mug-shots af honum á öllum betri vídeóleigum landsins til viðvörunnar. En ef ég man rétt hafði BA-ritgerðin hans eitthvað með íslenskar kvikmyndir að gera þannig að líklega hefur hann misst allt skynbragð á góðan leik við það. Annars bölvaður skandall að loksins þegar ég er kominn eitthvað út í rassgat fari RÚV að gera eitthvað til að uppfylla þetta margumtalaða menningarhlutverk sitt með Bogartsyrpu. Jamm, svo er ég líka að missa af popppunkti og Survivor, það getur verið erfitt að vera í útlöndum – ég minni á póstkortin!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home