miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Pozor psa!

Göngutúr um úthverfi

Želechovice er úthverfi Zlín, á Akureysku mætti segja að þetta sé eins og Hlíðarfjall væri sett út í Hrafnagil og væri í sæmilegri byggð. Já, nú skilja náttúrulega allir hvað ég er að fara! Það þykir ekki siðlegt að ljósastaurar séu of nálægt hvorir öðrum hér í bæ og ljós í gluggum heyra til undantekninga þannig að maður veldir sér stundum fyrir ef maður labbar hérna á kvöldin hvort maður ætti að kaupa sér vasaljós. Þarf samt ekki að vera kvöld, eftir að þessi asnalegi vetrartími gekk í garð þá er orðið dimmt klukkan fimm. Það hefði alveg mátt færa klukkuna – í hina áttina. Að vísu græddi ég klukkutíma sem er alltaf gott en hvað eru Evrópubúar samt að pæla, bjart klukkan sjö á morgnanna og dimmt klukkan fimm? Væri ekki skemmtilegra að hafa smá birtu eftir að þú kemur heim úr vinnunni? Fólk sem vinnur 9 til 5 fær ekki mikla birtu nema það sé því morgunhressara – en kannski eru allir syngjandi hérna á milli 7 og 9 á morgnana? I wouldn’t know.
Svo er náttúrelega bölvaðir hundarnir, hvað er að fólki sem kaupir sér hund bara til að láta hann gelta að fólki sem dirfist að labba fram hjá húsinu þeirra? Eða öllu heldur girðingunni að húsinu þeirra, húsið er nokkuð langt í burtu. Og hvernig fær þetta fólk heimsóknir? Annars er þetta frekar klassíkst úthverfi, maður verður aðallega var við atvinnuhúsmæður á labbinu hérna. Þær gelta að minnsta kosti ekki eins og hundarnir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home