miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Fékk póst um daginn frá kettinum mínum og núna í dag frá Franz Kafka. Ég vissi alltaf að kötturinn minn væri með skáldlegt blóð í æðum en miðað við hve skriftin hjá kisu og Kafka er lík þá held ég að það sé engum vafa undirorpið að þeir séu náskyldir. Sem þýðir sem sagt að Kafka er köttur. Eða var köttur sem lenti svo í Hamskiptum sem þar af leiðandi eru bara dulbúin ævisaga. Ætli Ástráður viti af þessu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home