föstudagur, nóvember 08, 2002

Heyrðu nú mig, ekki nóg með að RÚV sé að sýna Bogart þá er Nick Cave líka að koma. Var landinn endalaust að bíða eftir að ég gerði eitthvað ógurlega menningarlegt og er loksins núna að stuðla að einhverri menningu sjálfur eftir að ég fór? Hinn möguleikinn er náttúrulega sá að ég hafi verið svona ómenningarlegur og þar af leiðandi staðið menningunni fyrir þrifum en við hlustum náttúrulega ekki á svoleiðis vitleysu. Hmm, ég er farinn að tala um sjálfan mig í fleirtölu. Þá er náttúrulega tilvalið að fara að hella sér í smá bókmenntaumræðu. Smá nöldur fyrst og svo hið sívinsæla bókahorn Gambrans – sem var vissulega stofnað til að fá útrás þeim óeðlilegu tilhneigingum sem alin er í okkar bókmenntafræðinemum um að þurfa endalaust að vera tjá okkur um allar skruddur sem við lesum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home