föstudagur, nóvember 08, 2002

Jæja, bókahornið snýr aftur. Sökum þess að ég byrjaði ekki á þessu fyrr en mánuði eftir að ég kom hingað er ég eðlilega nokkuð á eftir en það er í góðu lagi þar sem ég er að lesa stóra skruddu núna og þó ég sé hálfnaður er dálítið í að ég verði búinn með hana. Það má kannski minnast á það að í þessari afbragðsskruddu – Miðnæturbörn Salmans Rushdies – er fín ádeila á áðurnefnt raunsæi. Það er verið að tala um eina raunsæiskvikmyndagerðarmanninn í Bombay sem óvart spáði fyrir af ótrúlegri nákvæmni um seinni tíma samskipti fjölskyldunnar sinnar – í einni af þeim myndum sem hann gerði áður en hann helgaði sig raunsæinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home