föstudagur, nóvember 15, 2002

Oprah kann að lesa!

rant átta

Ása veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að því að kaupa bækur sem hafa verið í bókaklúbbi Opruh. Nú lýst mér svosem ekki á megnið af því sem virðist vera í þessum klúbbi og hef ekki gerst svo frægur að hafa horft á þennan vinsælasta sjónvarpsþátt í heimi. Gerði raunar einu sinni tilraun en skipti strax um stað þegar ég sá að mesta karlremba í heimi og mesta kvenremba í heimi væri í viðtali. Það er vel að merkja sama manneskjan. Hann skrifaði einhverja leiðinda bókaröð þar sem þær ágætu stjörnur Mars og Venus eru ekki enn búnar að ná sér eftir. En aftur á móti er það mikið til Opruh að þakka að meistaraverkið Lesarinn varð alltíeinu og uppúr þurru metsölubók þannig að ekki er hún alslæm. Kannski hefur hún höfðað til sjálfshjálparbókaþrár minnar innst inni? Kannski en ég veit ekki alveg hvernig saga af ungum þýskum dreng á eftirstríðsárunum sem rekkjar hjá eldri konu sem áður var fangavörður í Auswitsch telst sjálfshjálparbók. Jú annars, ég veit það en þá væri ég að skemma endinn fyrir ykkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home