föstudagur, nóvember 15, 2002

Sleepless in Zlín

Úff, sýrustigið hefur hækkað allverulega á þessari síðu í dag. Já, og lengdin vissulega. En þetta gerist þegar maður getur ekki sofið eins og hefur loðað við í þessari viku og er í útlöndum með ekkert nema tölvuna fyrir framan sig. Fyrri nóttina kom eitthvað gáfulegt út úr því – og er því geymt upp í fjöllum til betri tíma, seinni nóttina komu þessi rönt hérna fyrir neðan. Best að benda á ímeilið mitt ef einhverjum er sérstaklega mikið niðri fyrir þar sem það virðist hafa dottið út um daginn þegar Gambrinn fékk sér útlitslyftingu: ati@hi.is

Öll ástar- og hatursbréf vel þegin svo lengi sem þið eruð ekki að selja mér neitt. Það merkilega gerðist samt í gær að plúsinn (sem ég samþykkti náttúrulega að fá sent einu sinni í viku því ég er fátækur námsmaður og treysti því að fá 20 þúsund kallinn einhverntímann ef ég held þessu áfram svona að minnsta kosti þangað til ég er búinn að borga námslánin. Jamm, ég ætla að verða 150 ára.) var með þokkalega skemmtilega könnun. Hvort finnst þér rauðvín eða hvítvín betra? og svo var líka hægt að segja bæði eins og krakkinn í Cheerios-auglýsingunni sem ég er af einhverjum ástæðum með á heilanum þessa dagana. Það slæma var að helvítis rauðvínið var með töluvert forskot en ég treysti því að allir aðrir en ég sem hafa einhvern smekk á víni hafi verið timbraðir og ekki kosið fyrr en um kvöldið. Má ég til dæmis benda á að ég vann heilt sumar í ÁTVR (og gæti hvorki nefnt eina einustu hvítvíns eða rauðvínstegund í dag án þess að svindla enda er léttvínsdrykkja snobbiðja en ef ekkert annað er á boðstólnum þá er hvítvín drykkjarhæft).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home