föstudagur, nóvember 15, 2002

Lögfræðingatal

rant níu

Særún nær að sálgreina Gneistann snilldarlega í einni setningu. Svo tekst henni að láta mig fá samviskubit yfir öllum vinum mínum á Íslandi sem hafa hugsanlega notað tímann á meðan ég var úti og dottið í sturtu og legið þar síðan bjargarlausir af því ég kom ekki í heimsókn. Það gæti til dæmis alveg átt við um Gneistann, einmitt þegar hann lét verða af því að fá sér aukatölvu til að hafa í baðherberginu. Mér er samt illa við að viðurkenna það að aldrei þessu vant er ég sammála Óla með það að Særún sé með skemmtilegustu bloggurum klakans – þó að gestabókin hennar hafi týnt því sem ég skrifaði í hana. Kannski verður bráðum að fara að endurskoða lögfræðingamýturnar þegar stelpan útskrifast, sérstaklega í ljósi þess að Hrabal var lögfræðingur (fyndnasti höfundur Tékklands) sem og Bernard Schlink höfundur áðurnefnds Lesara. Jú, og svo er snillingurinn læðan líka í lögfræði. Svo ekki sé talað um Matlock með öll sín gráu jakkaföt. Skyndilega er ég gripinn sterkri löngun til að sjá Matlock aftur – en eins og þið vitið barðist Matlock við Godzilla áður en hann fór í lögfræði. Eða var það Raymond Burr? Anyway, lögfræðingar eru hetjur enda fara illmenni heimsins í viðskiptafræði þessi misserinn og er löngu kominn tími á að skipta viðskiptafræðibröndurum út fyrir lögfræðingabrandarana. Þá er líka í raun hægt að sameina viðskiptafræðibrandarana ljóskubröndurunum því engir eru meiri ljóskur en viðskiptafræðinemar. „Hvar er bókin? Ha, er þetta eftir stafrófsröð? Stafrófsröð höfunda? (Rennur upp fyrir viðskiptafræðinemanum / ljóskunni að einhver hefur væntanlega skrifað bókina. Sumir spyrja samt hvað ég meini með höfundur) Já, er G ekki á eftir B? Ha, C, en íslenskukennarinn minn sagði að C væri ekki í íslensku. Nei, E og F þarna líka, enn sætt. (Tekur upp veskið þar sem við stöndum tvö þarna lengst inní búð) Ha, á ég að borga þér á kassanum? (Förum að kassanum, á leiðinni sér hún tveggja metra hátt fjall af bókinni sem hún var með í höndunum.) Nei, svo er hún hérna líka! Ég bara sá hana ekki þegar ég var að leita áðan.”

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home