þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Igor borðtennisþjálfari er vissulega strangur. En ég er vissulega hræddur um að hann hafi linast fullmikið við að horfa á Karate Kid. Ég reyni einstöku sinnum að spyrja hvort það sé ekki borðtennisborð einhversstaðar hérna eða a.m.k. niðrí Zlín. Hann svarar ekki heldur bendir bara á málningarfötuna og segir mér að halda áfram. Ég er að verða búinn að mála öll grindverkin í minni götu í Želechovice og get bráðum farið að byrja á næstu. Þetta æfir vissulega viðbragðsflýtinn því maður þarf að ná að kippa hendinni í burtu um leið og varðhundarnir koma glefsandi. Ég þarf að ímynda mér að kúlan sé varðhundur. Gatan er þá borðið og pensillinn spaði. Igor hefur greinilega lent í því að þjálfa bókmenntafræðinga áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home