þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Hvað hitt varðar þá er margt af því varla svaravert. Ég hef ekkert út á lesendur eins né neins að setja, hitt er annað mál að ein stafsetningarvilla hefur ósköp lítið með innihald heillar greinar að gera. Greinar sem vel að merkja var fyrst og fremst gagnrýni á grein Ágústar og tilhneigingar hans til að að setja mig og aðra undir sama hatt og Betu. Og það eru aðrir en ég sem eru að gera mig út fyrir að vera ægilega menntaður og gáfaður. Gaman að því þó þegar manneskja sem er kynnt sem bloggdrottning Íslands finnur að mikilmennskulátunum og yfirlætinu i mér. Eins og til dæmis með bókina sem ég er jú meðal annara hluta að skrifa hérna en hef held ég einu sinni minnst á hérna a síðunni í framhjáhaldi, enda er það seinni tíma mál. – Eða er kannski mikilmennskubrjálæði að skrifa bók? Tja, þá er annar hver íslendingur með mikilmennskubrjálæði – sem er kannski ekki fjarri lagi. Mér finnst það aftur á móti ekkert sérstaklega merkilegt, hitt er merkilegra ef manni tekst að skrifa eitthvað sem skiptir máli. Annars er ég ennþá að ná mér eftir þann fáheyrða atburð að sjá Gneistann tala vel um mig, fyrr átti ég von á að konan sem vaktar tölvustofuna færi skyndilega að tala reiprennandi íslensku við mig upp úr þurru. Hmm, hún stendur skyndilega bak við mig, kannski skilur hún að ég er að skrifa um hana?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home