föstudagur, nóvember 22, 2002
Litla ensk-íslenska orðabókin mín brást mér um daginn. Það er náttúrulega gallinn við þessar orðabækur, ef maður þarf mjög sjaldan að fletta upp enskum orðum þá tímir maður ekki að kaupa stóra hlunkinn – en í þau fáu skipti sem maður er ekki viss um eitthvað orð þá er það líklega bara þar. Eða það hélt ég að væri aðalástæðan. En svo fór ég að skoða mína litlu aðeins betur, jú hún er gefin út 1997, gott ef ég hef ekki fengið hana í stúdentsgjöf það árið. En hún var fyrst gefin út 1952 – og samkvæmt formálanum nokkurn veginn óbreytt. Þá var orð eins og til dæmis colour TV líklega mest notað í framtíðarskáldsögum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home