föstudagur, nóvember 22, 2002

Ég var farinn þegar Ron Jeremy kom til landsins. Eina sem ég man er að ég var í Háskólabíó tveim dögum áður en ég fór og það var byrjað að auglýsa myndina í hléii – og ég var loksins að fatta hvern Ron Jeremy minnir mig svo mikið á, þar sem hann er þarna með allt sitt hafurtask hálf eymdarlegur en sakleysislegur á svipinn. Paddington auðvitað! Sem varð til þess að maður áttar sig á hversu brilljant sköpunarverk Paddington í raun er, bangsi sem er skýrður eftir brautarstöð í London og tuttugu árum eftir að maður les bækurnar, sér mann í umkomuleysi sínu á einhverri lestarstöð heimsins þá er líkist hann engum meira en Padda litla. Svo er náttúrulega spurning hversu stórt það er undir birninum …

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home