föstudagur, nóvember 29, 2002

Sögukennarinn hennar Eyglóar er ekki mjög kúl: „Stefán Karl kom og hélt fyrirlestur í skólanum í dag og Vilborg heldur því fram að hann hafi ráðist í að berjast gegn einelti vegna þess að hann hafi ekki fengið nóg að gera sem leikari og hann sé bara athyglissjúkur!“ Þetta segir merkilega mikið um hve stóra sök vissir kennarar eiga í þessum efnum, eða jafnvel þeir sem mennta kennarana. Það er stundum þægilegt að horfa í hina áttina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home