mánudagur, desember 02, 2002

Stríð

Gleymið þessum bloggstríðum, hér er almennilegt milliríkjastríð á netinu. Ameríka gegn Evrópu. Þetta stríð er að vísu vissulega orðið frekar gamalt en þetta er óvenju forvitnileg orusta í boði snillinganna á Metaphilm sem vöknuðu loks úr löngum dvala og skelltu einum fimm nýjum greinum upp – hinar fjórar eru um bíómyndir eins og lög gera ráð fyrir. Og ef þið á annað borð kíkið í heimsókn þá er vissulega skylda að lesa umfjöllun Mulder og Scully um The Sixth Sense og útskýringuna á því að Fight Club sé í rauninni framhaldið af Calvin & Hobbes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home