föstudagur, desember 06, 2002

Sverrir Páll kenndi mér íslensku í tvo vetur með misjöfnum árangri – ég var nokkuð stoltur af því að mig vantaði bara 1,2,7 og 10 til að klára einkunaskalann í þeirri ágætu grein á menntaskólaárunum þó áttur og níur yrðu algengari með árunum eftir að ég slapp úr helvíti fánýtrar setningafræði og málsögu. Ég fékk til dæmis 4 og 9 í tveim tilraunum við Njálu, það hjálpaði að hafa í seinna skiptið lesið bókina en hana hafði ég ekki opnað þegar ég fékk fjarkann. Lesturinn var þó tímasóun af níunni slepptri enda Njála vond og ofmetin bók. En það var ekki það sem ég ætlaði að minnast á hér. Ég ætlaði bara að benda ykkur á þetta, af því þetta er fallegt og þetta er djúpt. Þetta er líka satt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home