fimmtudagur, desember 12, 2002

Ástæða tvö

Sum skrímsli vilja bara fá meira að borða þegar þú hendir einhverju í þau og stækka bara og stækka. En nú tókst mér loks að temja litla skrímslið mitt og senda það í próförk. Þetta litla skrímsli sem mun víst vera af tegund BA ritgerða er víst orðið frekar langt, aðeins lengra en það átti upphaflega að vera, ekki samt nema svona þrefalt lengra sko … annars finnst mér asnalegt að það sé ekki hægt að meta BA ritgerðir nema 10 einingar. Ekki það að það skipti neinu máli, ég er fyrir lifandis löngu búinn að klára nítíu einingar, ef rétt er talið þá er ég með 109 einingar. Hef eiginlega ekki hugmynd um hvort þeir eru eitthvað strangir með lengdina í sambandi við efri mörkin, ætli ég þurfi að stytta kvikindið? Sjáum til, Ástráður hefur að minsta kosti nóg að lesa um jólin. Er ég geðveikur? Já vissulega. En að lokum vil ég þakka eftirtöldum fyrir þátttökuna, ég hefði ekki getað gert þetta án ykkar:

Karel Èapek, Halldóri Laxness, Christopher Nolan, Jonathan Nolan, Guy Pearce, Carrie-Ann Moss, Joe Pantalino, Paul Auster, Ástráði Eysteinssyni, Nick Cave, Roddy Doyle, Einari Má Guðmundssyni, Eiríki Guðmundssyni, Sigmund Freud, Halldóri Guðmundssyni, Guðmundi Andra Thorssyni, Gunnari Gunnarssyni, Gunnari Kristjánssyni, Kristjáni Albertssyni, Ivan Klíma, Margréti Eggertsdóttur, James Mottram, Radiohead, Salman Rushdie, David Siegel & Scott McGehee,Sigríði Þorgeirsdóttur, Sverri Pál Erlendssyni, Kurt Vonnegut og Wachowskibræðrunum.

Hver segir svo að heimildaskrár þurfi að vera leiðinlegar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home