fimmtudagur, desember 12, 2002

Lyklakippan Ásgeir og Ásgeir lyklakippa

Jú, svo var líka lyklakippa með nafninu Ásgeir í pakkanum. Nú á ég tvær lyklakippur með nafninu, sú gamla er vissulega svalari enda hún sérútskorin Malawísk gæðahönnun. Þessi er samt skemmtileg, þessi týpa sem við vorum að selja í Bóksölunni og ég týmdi aldrei að kaupa mér – og ég get frætt ykkur um að þjófavarnamerkið er inní henni. Hmm, Gneistinn er að smita mig með tilgangslausum fróðleikspunktum frá vinnustöðum. En þetta er sem sagt skilgreining á Ásgeirum:

Merking nafnsins er spjót helgað guðunum.
Ásgeir er gæddur staðfestu og hagsýni. Hann er auðveldur í umgengni og sýnir sjaldan tilfinningar en á það til að vera þungur í lund, þyki honum að sér veitt.


Jú, jú, passar alveg sæmilega – nema hvað varð um þessa hagsýni?

Fyrir áhugasama er rétt að benda á að umræddur Ásgeir er ritari og hversdagssjálf Gambrans. Hver er Gambrinn? Það er verðlaunagetraun desembermánaðar. Verðlaun fyrir besta svarið er splunkuný BA-ritgerð. Svör sendist á ati@hi.is. Tekið skal fram að þetta er ritgerðaspurning og svör styttri en ein og hálf A4 blaðsíða eru ekki tekin gild.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home