mánudagur, desember 16, 2002

Ekkipistill

Ég er náttúrulega löngu á eftir með þetta – en ég fékk sem sagt tvær lesbækur með jólapakkanum. Þar sem þær höfðu þegar þjónað því hlutverki að passa kónana mína þá var ástæða til að glugga aðeins í blöðin. Það er helst ein grein sem ég sé ástæðu til að tjá mig um hér, grein Kötu Jakobs um „Fjölnismenn vorra daga: Íslenska í rappi og fræðum”. Löngu tímabær grein og minnti mig á pistil sem ég ætlaði einhverntímann að skrifa hérna og komst aldrei í að gera. Ég hef ekki beinlínis mikið við greinina sem slíka að athuga – enda skrifuð frá frekar hlutlausum sjónarhóli þó Katrín sé íslenskunemi sem er vissulega nokkuð afrek – frekar töluvert sem ég vildi bæta við. Það varð hinsvegar svo mikið að ég er eiginlega að hugsa um að nota það annars staðar – hvar kemur í ljós síðar. Til að hugga ykkur er ég að hugsa um að láta í staðinn fylgja gamla pælingu sem ég var að hugsa um að nota í annað en hætti við, smá viðbót við Pragpistlana frá því í haust.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home