föstudagur, desember 13, 2002

Skærin ofurskapandi

Kom loksins jólagjöfunum í póst, ég var víst ekkert að skoða of vel skærin þegar ég keypti þau – þetta eru víst super creative scissors, sem þýðir að það lítur út fyrir að maður hafi notað litla gæluhákarlinn sinn til að klippa jólapappírinn. Sem gengur náttúrulega ekki af því þá hefði ég annað hvort þurft að taka hákarlinn upp úr vatninu og hann hefði drukknað eða að ég hefði þurft að bleyta pappírinn sem hefði náttúrulega eyðilagt hann. Svo kemur ókindinni minni og zebranum mínum ekki sérlega vel saman þannig að ég þurfti að fara til dáleiðslusérfræðings sem sannfærði zebra um að hann væri vatnshræddur til að hindra að allt fari í hund og kött. Hvað jólagjafirnar varðar, fullseint kannski en hver hefur ekki gaman af eins og einum þriðja í jólum pakka?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home