Aðeins meira um ritgerðina sem fer í póst til Ástráðs í dag, BA ritgerðina sem ég bað systur mína á að giska hvað væri löng. Hennar BA ritgerð var 25 síður, MA ritgerðin 85 – hún ætlaði að vera seif og giskaði á að mín væri einhversstaðar á milli. Wrong answer! Nú er hún strax byrjuð að hafa áhyggjur af hvað MA ritgerðin mín verði löng. En eins og í öllum almennilegum BA ritgerðum er töluvert um neðanmálsgreinar enda eigum við víst að sýna fram á að við kunnum heimildavinnu eða einhvern fjandann. Þessar tvær neðanmálsgreinar eru í sérstöku uppáhaldi:
59: Sjá neðanmálsgrein 80
60: (brot) Rauntíminn er framandgerður á meðan afturábaktíminn er raungerður.
Hinar eru aftur á móti svona nokkurn veginn skiljanlegar – og reyniði bara að tegra þetta!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home