fimmtudagur, janúar 23, 2003

Kæru lesendur,

ég ætla bara að tilkynna ykkur að ég hef hér með tekið þá ástæðu að hætta að skrifa hér sökum afskiptaleysis Fréttablaðsins sem hefur ekki enn séð sér fært að auglýsa þessa stórkostlegu síðu. Gambrinn er fátækur námsmaður og þarf þar af leiðandi að treysta á fjölmiðla landsins til þess að halda sér gangandi og sökum fálætis þeirra mun þessi síða hér með leggja upp laupana frá og með næsta punkt.

… en auðvitað lætur fíknin á sér kræla aftur. Eða er það kannski bara það að þegar ég hætti verður það annað hvort út af því ég nenni þessu ekki lengur eða af því ég hef góða ástæðu. Í rauninni er ekkert af því að hætta. Þú hættir í einni vinnu og byrjar í nýrri, hættir að gera eitt og ferð að gera annað, það er ekkert að því. Það er aftur á móti spurning um ástæðuna. Það er til dæmis sorglegt ef fólk fer að hætta út af því að einhvert lið út í bæ segir eitthvað misjafnt um það eða vitnar einkennilega í það. Fólk hefur skoðanir hvort á öðru, réttar og rangar – en það er ástæða til þess að hafa áhyggjur fyrir hönd þessa bloggfyrirbæris ef nýjasta tískan er að hætta um leið og einhver segir eitthvað misjafnt um það. Þá á náttúrulega bara að bíta saman tönnum, sýna löngutöngina þeim sem eiga hana skilið og halda ótrauð áfram. Þetta er allt spurning um attitude.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home