fimmtudagur, janúar 23, 2003
Liverpool og Manchester United spila til úrslita um deildarbikarinn. Það verður nú örugglega gaman fyrir þau. Á meðan geta alvöru lið barist um alvöru bikara. Annars er íþróttaiðkun Gambrans öll á uppleið, félagsvist í kvöld (Torfhildur að búa til spilafíkla úr okkur bókafíklunum) og pílukast á þriðjudaginn. Fyrir utan að maður er byrjaður að hlaupa einhvern hluta af leiðinni í skólann í þeirri veiku von að fá einhverntímann borð. Hvað endar þetta eiginlega? Ætli mín fallega bjórvömb sé í hættu? Hún hefur svo sem aldrei verið sérstaklega stór en ávallt fögur með eindæmum svo spurst hefur langt út fyrir konungsríkið. En auðvitað skiptir það ekki máli, fegurðin kemur innan frá og þó bjórinn sjáist ekki utan á manni þá skiptir það ekki máli svo lengi sem maður hefur bjór í maga þó lítill sé orðinn. Sem hefur að vísu ekki gerst síðan Tékkland var yfirgefið, maginn á mér er ekki alveg að höndla íslenskt bjórverð ennþá og tékknesku bjórarnir tveir í ísskápnum eru lofaðir ónefndum drykkjufélaga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home