þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Særún stingur upp á Björk sem forseta. Þar má benda á að Björk á það sameiginlegt með forseta lýðveldisins að dissa Emilíönu Torrini. Þau eiga það líka sameiginlegt að ég mundi ekki nenna að spjalla við þau nema þau splæstu bjórnum.

En semsagt, Grísinn var í bíó með mér um daginn á Two Towers. Þegar kreditlistinn rennur upp þá er kallinn svo horfinn og er ekki mikið að gefa sér tíma til að hlusta á Gollum’s Song. Líklega engin sagt honum að Björk er ekki eina íslenska söngkonan. Björk aftur á móti, þó mér hafi fundist hún leiðinleg þá hélt ég einhvernveginn alltaf að hún vildi engum illt blessunin. En nei, þegar einhver önnur íslensk söngkona er hugsanlega að meika það þá var lagið „samið fyrir hana upphaflega.“ Ef Emilíana var ekki fyrir löngu búinn að fá nóg af því að vera líkt við sér miklu síðri söngkonu endalaust út af því að þær syngja báðar á ensku með íslenskum hreim þá er hún það örugglega núna. Björk fellur aftur á móti mjög illa að vera með dívutakta. Annars má við þetta bæta að fyrir áhugasama um kviksetningu þá er þessi smásaga alltaf skemmtileg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home