sunnudagur, mars 23, 2003
Óskarinn er ein helsta skemmtun allra almennilegra bíónörda. Jafnvel þó hún eigi til að vera smekklaus (A Beautiful Mind, Shakespeare in Love) þá eyðileggur það ekki endilega verðlaunin – væri eitthvað gaman af verðlaunum sem maður þyrfti ekki að rífast yfir? Það er auðvitað nauðsynlegt að hafa séð sem mest af myndunum þó ekki nema til að geta hneykslast eða glaðst á réttum stundum. Verðlaun í listum eru nefnilega nauðsynleg til þess að halda lífi í umræðunni, það getur verið að það sé mismikið að marka þau en þá er um að gera að láta það heyrast ef manni þykir smekkurinn slæmur. Því auðvitað verður endalaust rifist um smekk enda fátt skemmtilegra og hollara. Fær mann til þess að spyrja sig spurninga um listina í stað þess að láta mata sig endalaust. Í tilefni dagsins ætlar Gambrinn að gera uppreisn gegn eigin bloggleti undanfarið og dæla út pistlum um eigin smekk – og spá fyrir um smekk annara – til að koma sér í réttu stemmninguna. Lesendur eru eindregið hvattir til að láta skoðanir sínar í ljós í kommentin eða á ati@hi.is
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home