Það er að segja heimildarmyndir, stuttmyndir og teiknimyndir. Það er erfitt að spá og enn erfiðara að hafa skoðun því að umtalið og áhorfið um þessar myndir er í lágmarki. Í teiknuðum stuttmyndunum spái ég "Mt. Head" sigri fyrir að vera með sniðugasta nafnið og í leiknum stuttmyndum "Johnny Flynton" fyrir að virðast vera sú eina á ensku. Jamm, þetta er svona vísindalegt – þó ber að geta að til þess að geta kosið um þessi verðlaun þá þarf að vera búinn að sjá allar myndirnar. Spurning hvort að þetta ráðist á atkvæði eins manns eins og íslensku bókmenntaverðlaunin um tíma? Fyrir bestu stuttu heimildamyndina er "Twin Towers" líkleg af augljósum ástæðum og í heimildamynd í fullri lengd er Bowling for Columbine afskaplega ólíkleg til þess að vinna sem besta heimildamynd í fullri lengd. Heimildamyndir sem vekja athygli og fá jafnvel aðsókn eru nefnilega oftast ekki einu sinni tilnefndar, að þessu leiti virkar þessi flokkur öfugt við flesta hina. En ég ætla samt að spá henni sigri því mig grunar að Michael Moore sé lunkin kall og veit að hann mun njóta sín í botn á verðlaunapallinum og mun hneykslast á stefnu Bandaríkjastjórnar í svona þrjá klukkutíma ef honum verður hleypt upp á svið.
Teiknimyndir sé ég miklu minna af en áður eftir að íslenskir bíóstjórar tóku upp á þeim ósið að döbba þær í gríð og erg. Árið var ekki merkilegt í þeim geira heyrist mér og því ætti Ice Age – sem hefði ekki átt séns undanfarin ár – að vera giska örugg. Lilo & Stitch á smáséns sem og sú japanska – hinar tvær eiga enga von.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home