Jafnvel verstu bíónördar (ég þar á meðal) hafa afskaplega takmarkað vit á sumum tækniverðlaununum. Þar af leiðir að það sem skiptir máli í tækniverðlaununum er ekki endilega gæðin, heldur frekar hvort klippingin / tónlistin / búningahönnunin etc. sé áberandi í myndinni. Einnig eru stóru verðlaunamyndirnar gjarnar á að sópa nokkrum litlum óskurum með sér. Conrad L. Hall heitin á skilið verðlaunin fyrir Road to Perdition, myndin er gölluð en myndatakan er stórfengleg og frumleg til jafns. Þó eiga Gangs of New York og The Pianist réttilega góðan séns fyrir áhrifamiklar tökur en ég held mig við Conrad. Fyrir listræna stjórn er Frida ólíklegust en um leið verðugust, málaralist Fridu Kahlo er mjög hugvitsamlega blandað inní myndina í stað þess að láta hana endalaust tjá tilfinningar sínar með orðum. Gangs of New York á séns en ég spái Chicago sigri.
Gangs ... ætti aftur á móti að vinna fyrir búningahönnun og samkeppni Fridu fyrir bestu förðun er Tímavélin, mynd sem allir sem sáu hötuðu, enough said, Frida fær verðlaunin þarna sem hún ætti að fá fyrir listræna stjórnun. The Hours hefur þá sérstöðu að klippingin er mjög áberandi, nokkuð sem er frekar óalgengt þegar um drama er að ræða. Ólíkt ýmsu öðru í myndinni gengur klippingin mjög vel upp og skilar sjálfsagt óskar. Chicago fyrir hljóð og The Two Towers fyrir hljóðbrellur, þetta er þó alltaf skot út í loftið enda fæstar stórar Hollywoodmyndir nú til dags með neitt minna en fullkomið hljóð. Ef vissir aðrir þættir væru komnir jafnlangt … Ofurdramatísk tónlist Philip Glass fyrir The Hours er líkleg til sigurs en ég hef einhverja tilfinningu fyrir að Elmer Bernstein vinni fyrir Far From Heaven. The Two Towers ætti að hafa sigur fyrir tæknibrellur. Keppnin um besta lagið er svo óvenju athyglisverð þetta árið, U2, Eminem og Paul Simon meðal annara. Það væri gaman að sjá Eminem taka við verðlaunum en ólíklegt, “The Hands That Built America” er solid U2 lag en ekkert meira en ætti samt að vinna, helst að “I Move On” úr Chicago ógni því, það hjálpar að vera úr söngleik.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home