miðvikudagur, mars 26, 2003

Kók vs. kaffi

Einhverjar konur frá Manneldisráði voru með þá hugmynd í Kastljósinu í gær að leggja gjald á gosdrykki svipað og er gert með áfengi og tóbak. Einmitt, á sama tíma og hægt er að fá kaffi með öllu sínu koffíni frítt á næstum hverjum einasta vinnustað landsins. Orðið fyrir svona málflutning er hræsni. Og ég bít hausinn af næsta manni sem reynir að halda því fram að kók sé drykkur kapítalistanna þegar kapítalistarnir sýna svona greinilegan vilja til þess að við þömbum kaffi allan liðlangan daginn að þeir hreinlega splæsa því á fólk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home