mánudagur, apríl 28, 2003

Annars skil ég ekki hvernig þessi Hans með sorgarbindið um hendina dettur í hug að halda því fram að með því að styðja stríðið án umboðs Sameinuðu þjóðanna sé einhver stefnubreyting af hálfu Íslands. Davíð og Halldór gerðu nákvæmlega sama fyrir fjórum árum þegar Kaninn réðist inní Júgóslavíu án umboðs SÞ. Munurinn var bara sá að þær aðgerðir voru ekki jafn óvinsælar og árásin á Írak. Þær voru aftur á móti ekkert skárri. En væntanlega sýnir þetta best skammtímaminni fólks, það verða sjálfsagt flestir búnir að gleyma öllu um Írak 10. maí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home